Um Geðveik jól

Átakið Geðveik jól hóf göngu sína árið 2011 og hefur frá upphafi sett skemmtilegan svip á jólaundirbúning landsmanna. Þar keppa fyrirtæki sín á milli um „geðveikasta jólalagið“ sem ýmist er samið af starfsmönnum þeirra eða saminn er nýr texti við eldra útgefið lag. Um leið er markmið átaksins að næra geðheilsu starfsmanna, hressa upp á móralinn, leyfa starfsmönnum að skína og láta gott af sér leiða.

Geðveik jól í fimm ár:
Geðveik jól hafa verið haldin fimm sinnum og alls hafa 70 fyrirtæki tekið þátt í keppninni frá upphafi. Um 20 ólík málefni hafa notið góðs af áheitasöfnun þátttakenda frá byrjun.
 
Árið 2011, fyrsta ár Geðveikra jóla, vann Eimskip titilinn. 2012 unnu Samskip. 2013 vann VERITAS og 2014 vann bílaumboðið ASKJA. Smellið hér og hlustið á jólalögin frá upphafi.

Þátttakendur í ár:
Fyrirtækin sem keppa í ár eru: Bestseller, Virtus, Hamborgarabúllan, Löður, Toyota, Dohop, Kjarnafæði og LS Retail.

Málefnin sem njóta góðs af keppninni í ár eru:
Barnaspítali hringsins, BUGL, Einstök börn, Líf, Geðhjálp, MS félagið, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Kraftur.

Keppnisreglur:
Almenningur getur valið hversu mikinn stuðning hann veitir sínu uppáhalds lagi, með því að nota símann, kreditkortið eða millifærslu. Fyrirtækið sem safnar flestum áheitum, vinnur þrjú stig, þau bætast við stigagjöf dómnefndar, sem síðan sker úr um hvaða lag hreppir titilinn “Geðveikasta jólalagið” . Fyrirtækið sem lendir í öðru sæti, fær tvö bónusstig og fyrirtækið sem nær þriðja sætinu, vinnur sér inn eitt bónusstig.

Í ár stendur áheitakosning yfir frá 5. desember, þar til kl. 17:00, 10. desember. Fyrsti þáttur um Geðveik jól verður á dagskrá RÚV 5. desember og lokaþáttur verður á dagskrá 12. desember. Í lokaþætti kemur í ljós hvaða lag hreppir titilinn Geðveikasta jólalagið 2015.

Umsjónarmenn verkefnisins:

Bjarney Lúðvíksdóttir
Framleiðandi
bjarney@brandit.is
Sími: 824-4444

Garpur Elísabetarson
Leikstjóri og framleiðandi
garpur@garpur.is
Sími: 661-5111


Söfnunarsjóður Geðveikra jóla
Reikningsnúmer: 0701 - 05 - 302640
Kennitala: 541299-3359 (DH sf)
gedveikjol@gmail.com